„Við erum að vinna í þessu hörðum höndum og reynum að vera bjartsýn á að niðurstaða fáist,“ segir Helga Daníelsdóttir, formaður skíðadeildar Umf. Tindastóls á Sauðárkróki, en ekki hefur verið hægt að opna skíðasvæðið í fjallinu Tindastóli í vetur þar sem ekki hefur tekist að ganga frá rekstrarsamningi við sveitarfélagið Skagafjörð. Sveitarstjóri segir aðrar ástæður liggja þar að baki.
Að sögn Helgu rann síðasti samningur út í desember árið 2023 og á síðasta ári fékkst styrkur frá sveitarfélaginu til að halda skíðasvæðinu opnu, án þess að gerður væri nýr samningur. Var svæðið opið frá janúar í fyrra og fram að páskum, og aftur í smátíma í júní sl. er skíðalandslið Íslands var við æfingar í fjallinu.
Skíðadeildin setti inn færslu á Facebook-síðu sína sl. föstudag til að skýra af hverju ekki væri búið að opna
...