Björgvin Páll Gústavsson - 1
Björgvin Páll, sem er 39 ára gamall, er samningsbundinn Val í úrvalsdeildinni hér heima en hann er uppalinn hjá HK í Kópavogi.
Hann hóf meistaraflokksferilinn með HK áður en hann gekk til liðs vð ÍBV í Vestmannaeyjum árið 2005, þar sem hann lék í eitt tímabil áður en hann gekk til liðs við Fram sumarið 2006. Eftir tvö tímabil með Fram hélt hann út í atvinnumennsku til Þýskalands og samdi við Bittenfeld í þýsku B-deildinni, en liðið heitir Stuttgart í dag.
Hann lék með Bittenfeld í tvö tímabil áður en hann söðlaði um og samdi við Kadetten í Sviss árið 2009. Hann varð tvívegis svissneskur meistari með Kadetten og árið 2011 gekk hann til liðs við þýska stórliðið Magdeburg þar sem hann lék í tvö tímabil. Þaðan lá leiðin til Bergischer, þar sem hann lék frá 2013 til 2017, en eftir fall liðsins
...