Guðlaugur Þór Þórðarson
Nýr orkumálaráðherra fer mikinn fyrstu dagana í embættinu. Það er í sjálfu sér vel ef hann fylgir því eftir með verkum. Það er sérstaklega ánægjulegt að hann virðist hafa yfirgefið stefnu og verk (eða verkleysi) Samfylkingarinnar í orkumálum. Ráðherrann kvartar undan því að rammaáætlun hafi loks verið samþykkt á síðasta kjörtímabili eftir níu ár. Já, það var fyrst eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók við ábyrgð á rammaáætlun sem hún var samþykkt á Alþingi, ásamt einföldunarfrumvarpi sem gerir það að verkum að nú er hægt að stækka virkjanir án þess að fara í gegnum rammaferlið.
Skýr skilaboð Samfylkingar um kyrrstöðu í orkumálum
Sá árangur sem við náðum á síðasta kjörtímabili hefur leitt til þess að nú er verið að byggja bæði Hvammsvirkjun og Búrfellslund. Stóru orkufyrirtækin eru að stækka virkjanir
...