Ragnar Þór Ingólfsson
Ragnar Þór Ingólfsson

Ný ríkisstjórn hefur tekið við á þjóðarheimilinu. Nú þegar hillir undir þingsetningu velta því sjálfsagt einhverjir fyrir sér hvort breyting verði á ásýnd stjórnmálanna sem undanfarin ár hafa að mestu snúist um kyrrstöðu og sérhagsmuni frekar en almannahagsmuni og framfarir. Ég hafði sjálfur fest mig í því fari að missa trúna á að eitthvað jákvætt gæti komið frá stjórnmálunum. Eitthvað sem raunverulega gagnast fólkinu í landinu til lengri og skemmri tíma.

Eftir stutt kynni af því frábæra fólki sem samanstendur af þingmönnum og ráðherrum nýrrar ríkisstjórnar og ríkisstjórnarflokkanna er ég bjartsýnni en nokkru sinni fyrr á að okkur takist að lyfta stjórnmálunum upp á hærra plan og auka veg og virðingu Alþingis í þágu fólksins í landinu. Ekki vegna þess að ég telji sjálfan mig hæfari til verksins en aðra, heldur vegna þess að hópurinn, með öflugu liði starfsfólks og aðstoðarmanna, ætlar að vinna verkið sem

...

Höfundur: Ragnar Þór Ingólfsson