Lítill drengur leikur sér með leikfangabíl í miðri fatahrúgu í Santa Anita-garðinum í Arcadia í Kaliforníu þar sem fötum og nauðsynjum var komið til íbúa sem misst hafa allt sitt í eldunum sem nú loga í og við borgina Los Angeles. Hið minnsta 24 eru látnir í eldunum að sögn yfirvalda í borginni en ljóst þykir að tala látinna muni hækka þegar vinda lægir og eldarnir slokkna. Veðurspá fyrir næstu daga bendir þó ekki til þess að vinda taki að lægja heldur er varað við því að vindhraði nái hámarki í dag, þriðjudag, með 31 m/sek. » 10 og 13