Fyrirliðinn
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Það er kominn fiðringur í mann,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson í samtali við Morgunblaðið en Aron hefur ekkert æft með liðinu í aðdraganda heimsmeistaramótsins vegna meiðsla í kálfa. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska liðsins, vonast þó til þess að landsliðsfyrirliðinn verði orðinn klár í slaginn í fyrsta leik í milliriðli sem fer fram 22. janúar, takist íslenska liðinu að komast upp úr riðlinum.
„Við hittumst alltaf 2. janúar og þá áttar maður sig einhvern veginn á því hversu stutt er í þetta allt saman. Fyrir mér er þetta alltaf hápunktur ársins og þetta er alltaf jafn gaman. Við erum á miðju tímabili og þetta eru klárlega skemmtilegustu vikurnar á árinu. Það er mikið hungur í hópnum og við vitum
...