Íslenska liðið er á leið á sitt 23. heimsmeistaramót og eru væntingarnar til liðsins ekki þær sömu og á síðasta heimsmeistaramóti sem fram fór í Póllandi og Svíþjóð árið 2023. Snorri Steinn Guðjónsson er tekinn við þjálfun liðsins en Guðmundur…
Kjarni Ýmir Örn Gíslason, Elliði Snær Viðarsson, Björgvin Páll Gústavsson og Elvar Örn Jónsson fagna sigri gegn Brasilíu í lokaleik Íslands á HM í Svíþjóð og Póllandi í janúar árið 2023.
Kjarni Ýmir Örn Gíslason, Elliði Snær Viðarsson, Björgvin Páll Gústavsson og Elvar Örn Jónsson fagna sigri gegn Brasilíu í lokaleik Íslands á HM í Svíþjóð og Póllandi í janúar árið 2023. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Ísland á HM

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Íslenska liðið er á leið á sitt 23. heimsmeistaramót og eru væntingarnar til liðsins ekki þær sömu og á síðasta heimsmeistaramóti sem fram fór í Póllandi og Svíþjóð árið 2023.

Snorri Steinn Guðjónsson er tekinn við þjálfun liðsins en Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrði liðinu á síðasta móti sem reyndist hans síðasta stórmót með liðið.

Miklar væntingar voru gerðar til liðsins fyrir HM 2023 en kjarninn í leikmannahópnum í ár er nánast sá sami og á síðustu stórmótum.

Arnar Freyr Arnarsson, Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson, Björgvin Páll Gústavsson, Elliði Snær Viðarsson, Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Janus Daði Smárason, Óðinn

...