Smalar Í baksýn sést í hampinn og hann átti enn eftir að hækka um 1 metra. Frá vinstri: Svava, Magnús, Helga, Jónas, Óli, Hulda, Kristján Blær, Berglind Rut, Hulda Ösp, Arney Ósk, Eyþór Blær, Guðlaugur, Jóhannes Ragnar, Gunnar, Ragnar og Hólmfríður. Myndin er tekin 4. september 2021.
Smalar Í baksýn sést í hampinn og hann átti enn eftir að hækka um 1 metra. Frá vinstri: Svava, Magnús, Helga, Jónas, Óli, Hulda, Kristján Blær, Berglind Rut, Hulda Ösp, Arney Ósk, Eyþór Blær, Guðlaugur, Jóhannes Ragnar, Gunnar, Ragnar og Hólmfríður. Myndin er tekin 4. september 2021.

Ragnar Þorsteinsson er fæddur 14. janúar 1955 í Reykjavík og ólst þar að mestu leyti upp.

„Á tímabili bjó ég í Ólafsvík með fjölskyldu minni og kynntist þar fyrst kindum, sauðburði, heyskap og smalamennsku sem mér þótti einstaklega skemmtilegt. Það var líka frábært verandi tíu til tólf ára gutti að fá pening í vasann sem háseti á trillu hjá nafna mínum Ragnari Sæmundssyni.“

Ragnar lauk gagnfræðaskólaprófi frá Hagaskóla vorið 1970 og útskrifaðist sem búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal 1974. Á þessum árum starfaði hann m.a. sem háseti og smyrjari á síðutogaranum Júpíter RE 161 og sem rótari hjá popphljómsveitum.

Sumarið 1975 giftu Ragnar og Hólmfríður sig og keyptu jörðina Sýrnes í Aðaldal, S-Þingeyjarsýslu, og hafa búið þar síðan. Nú í sumar koma þau því til með að fagna 50 ára

...