Aron Pálmarsson – 4
Aron, sem er 34 ára gamall, er samningsbundinn Veszprém í ungversku 1. deildinni en hann gekk til liðs við félagið frá uppeldisfélagi sínu FH í október á síðasta ári.
Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir FH árið 2005. Hann gekk til liðs við þýska stórliðið Kiel árið 2009 þar sem hann lék í sex tímabil, til ársins 2015. Hann varð fimm sinnum Þýskalandsmeistari með liðinu, tvívegis Evrópumeistari og tvívegis bikarmeistari.
Þaðan lá leiðin til Ungverjalands þar sem hann samdi við Veszprém þar sem hann lék í tvö tímabil og varð hann tvívegis ungverskur meistari með liðinu og tvívegis bikarmeistari. Árið 2017 gekk hann til liðs við Barcelona þar sem hann varð fjórum sinnum Spánarmeistari, einu sinni Evrópumeistari og fjórum sinnum bikarmeistari.
...