Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá var 58% í lok desember sl. Alls voru erlendir ríkisborgarar án vinnu í árslok 4.837 talsins og fjölgaði um 294 frá því í lok nóvember. Skráð atvinnuleysi á landinu var 3,8%. Þetta er á meðal þess sem má lesa úr nýjum tölum frá Vinnumálastofnun um skráð atvinnuleysi. Unnur Sverrisdóttir forstjóri VMST segir að atvinnuleysi gæti farið yfir 4% í janúar. » 14