Elliði Snær Viðarsson – 18

Elliði Snær, sem er 26 ára gamall, er samningsbundinn Gummersbach í þýsku 1. deildinni en hann er uppalinn hjá ÍBV í Vestmannaeyjum.

Línumaðurinn lék upp alla yngri flokkana með ÍBV og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið árið 2015. Hann varð Íslandsmeistari með ÍBV árið 2018, sem og deildar- og bikarmeistari. Þá varð hann einnig bikarmeistari með liðinu 2015 og 2020.

Að tímabilinu 2019-20 loknu gekk hann til liðs við Gummersbach sem þá lék í þýsku B-deildinni. Hann var í lykilhlutverki hjá liðinu þegar Gummersbach tryggði sér sæti í efstu deild að nýju vorið 2022.

Elliði Snær lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Svíþjóð 2019 en alls á hann að baki 52 landsleiki þar sem hann hefur skorað 113 mörk. Heimsmeistaramótið

...