Bergen Freyr Alexandersson í höfuðstöðvum Brann í gær.
Bergen Freyr Alexandersson í höfuðstöðvum Brann í gær. — Ljósmynd/Brann

Freyr Alexandersson var í gærkvöld kynntur formlega til leiks sem nýr þjálfari karlaliðs norska knattspyrnufélagsins Brann. Hann fetar í fótspor Teits Þórðarsonar sem þjálfaði Brann 1988-90 og 2000-02. Samningur Freys er til þriggja ára. Brann hefur endað í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar tvö ár í röð og fer í undankeppni Meistaradeildarinnar í sumar, byrjar þar í 2. umferð, og á því mikla möguleika á að komast í riðlakeppni næsta vetur.