Guðríður Lára Þrastardóttir
Guðríður Lára Þrastardóttir

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur ráðið sem aðstoðarmenn sína þau Jón Magnús Kristjánsson lækni og Guðríði Láru Þrastardóttur lögfræðing.

Guðríður Lára hefur verið aðstoðarmaður þingflokks Samfylkingarinnar frá árinu 2022. Hún er með BA- og ML-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Guðríður starfaði sem héraðsdómslögmaður hjá OPUS lögmönnum og VALVA lögmönnum árin 2008-2014. Árin 2015 til 2022 starfaði hún sem lögfræðingur í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og teymisstjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi.

Jón Magnús er sérfræðingur í bráðalækningum og fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala. Hann er auk þess með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og diplómugráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Jón Magnús hefur mikla starfsreynslu í heilbrigðiskerfinu um allt land og hefur áður starfað í heilbrigðisráðuneytinu þar sem hann

...