Bændur sem urðu fyrir kaltjóni veturinn 2023 til 2024 fá styrk úr Bjargráðasjóði til að mæta kostnaði vegna tjónsins. Stjórn Bjargráðasjóðs samþykkti á fundi sl. föstudag að veita styrki sem nema tæplega 300 milljónum króna vegna kaltjónsins
Kal Bændur urðu fyrir búsifjum vegna kals í túnum síðasta vor.
Kal Bændur urðu fyrir búsifjum vegna kals í túnum síðasta vor. — Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Bændur sem urðu fyrir kaltjóni veturinn 2023 til 2024 fá styrk úr Bjargráðasjóði til að mæta kostnaði vegna tjónsins. Stjórn Bjargráðasjóðs samþykkti á fundi sl. föstudag að veita styrki sem nema tæplega 300 milljónum króna vegna kaltjónsins. Sérstakt 230 milljóna króna framlag kemur úr varasjóði fjárlaga og 70 milljónir af almennum fjárheimildum Bjargráðasjóðs í fjárlögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðnum.

Segir þar að samtals

...