Sigur Orri Steinn Óskarsson er í baráttu í efri hlutanum á Spáni.
Sigur Orri Steinn Óskarsson er í baráttu í efri hlutanum á Spáni. — Morgunblaðið/Hákon

Orri Steinn Óskarsson og samherjar hans í Real Sociedad unnu í gærkvöld sigur á Villarreal, 1:0, í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu en útlit er fyrir að bæði liðin verði í harðri baráttu um Evrópusæti seinni hluta tímabilsins. Takefusa Kubo skoraði sigurmarkið á 51. mínútu. Orri var á meðal varamanna þar til á 83. mínútu þegar honum var skipt inn á. Hann hefur þar með spilað 12 leiki í deildinni á tímabilinu og skorað tvö mörk.