Hvorki hefur gengið að byggja upp heilbrigðisþjónustu né löggæslu á Suðurlandi og mikið skortir á að fjárfest sé í samgönguinnviðum.
Einar Freyr Elínarson
Einar Freyr Elínarson

Einar Freyr Elínarson

Margir hafa tjáð sig um heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi undanfarið. Eðlilega sætta íbúar á Suðurlandi sig ekki við að læknislaust sé í samfélögum sem eru í örum vexti og hafa verið í mörg ár. Að ómögulegt sé að úrskurða mann látinn á hjúkrunarheimili er ömurleg birtingarmynd yfir þjónustustigið sem íbúum er boðið upp á.

Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir hefur lítið verið brugðist við af hálfu ríkisins eða stofnana þess. Engin framtíðarsýn virðist vera um það hvernig eigi að byggja þjónustuna upp þannig að samfélög geti haldið áfram að vaxa.

Lítill skilningur virðist vera á mikilvægi þess að tryggja öryggistilfinningu íbúa né heldur að fulltrúar ríkisins finni til ábyrgðar gagnvart sínum hlut í því verkefni. Forgangsröðun fjármuna ríkisins er augljóslega röng og það er þeirra sem

...