Harpa Jólaóratórían ★★★★★ Tónlist: Johann Sebastian Bach. Texti: Biblíuvers, sálmaerindi og frumsaminn texti (sennilega eftir Christian Friedrich Henrici). Einsöngvarar: Herdís Anna Jónasdóttir (sópran), Alex Potter (kontratenór), Benedikt Kristjánsson (tenór) og Jónas Kristinsson (bassi). Kórar: Mótettukórinn og Schola Cantorum. Hljómsveit: Alþjóðlega barokksveitin í Reykjavík. Konsertsmeistari: Tuomo Suni. Stjórnandi: Benedikt Kristjánsson. Lokatónleikar Listvinafélagsins í Reykjavík í Eldborg Hörpu sunnudaginn 29. desember 2024.
Sjónarsviptir Listvinafélagið og kórarnir tveir, Mótettukórinn og kammerkórinn Schola Cantorum, hafa glatt landsmenn (og raunar miklu fleiri) um áratugaskeið, skrifar rýnir um tónleikana í Hörpu. Flutningurinn á Jólaóratóríunni voru lokatónleikar Listvinafélagsins í Reykjavík, sem hefur verið hugsjónastarf hjónanna Ingu Rósar Ingólfsdóttur og Harðar Áskelssonar.
Sjónarsviptir Listvinafélagið og kórarnir tveir, Mótettukórinn og kammerkórinn Schola Cantorum, hafa glatt landsmenn (og raunar miklu fleiri) um áratugaskeið, skrifar rýnir um tónleikana í Hörpu. Flutningurinn á Jólaóratóríunni voru lokatónleikar Listvinafélagsins í Reykjavík, sem hefur verið hugsjónastarf hjónanna Ingu Rósar Ingólfsdóttur og Harðar Áskelssonar.

Tónlist

Magnús Lyngdal

Magnússon

Það stóð mikið til í Hörpu sunnudaginn 29. desember síðastliðinn, þegar Listvinafélagið í Reykjavík (áður kennt við Hallgrímskirkju) blés til lokatónleika eftir samfellt starf í 42 ár. Þar komu saman Mótettukórinn og kammerkórinn Schola Cantorum ásamt Alþjóðlegu barokksveitinni í Reykjavík en á efnisskránni voru fjórar af sex kantötum sem saman mynda Jólaóratóríuna eftir Johann Sebastian Bach (1685-1750).

Jólaóratórían á sér merkilega sögu. Hún ætluð til flutnings á sex dögum yfir jólahátíðina, það er að segja ein kantata á dag í sex daga frá jóladegi fram á þrettándann og þannig kom verkið fyrst fyrir eyru kirkjugesta í Leipzig í desember og janúar 1734 og 1735. Textinn er sóttur í biblíuvers og sálmaerindi, auk

...