Harpa Jólaóratórían ★★★★★ Tónlist: Johann Sebastian Bach. Texti: Biblíuvers, sálmaerindi og frumsaminn texti (sennilega eftir Christian Friedrich Henrici). Einsöngvarar: Herdís Anna Jónasdóttir (sópran), Alex Potter (kontratenór), Benedikt Kristjánsson (tenór) og Jónas Kristinsson (bassi). Kórar: Mótettukórinn og Schola Cantorum. Hljómsveit: Alþjóðlega barokksveitin í Reykjavík. Konsertsmeistari: Tuomo Suni. Stjórnandi: Benedikt Kristjánsson. Lokatónleikar Listvinafélagsins í Reykjavík í Eldborg Hörpu sunnudaginn 29. desember 2024.
Sjónarsviptir Listvinafélagið og kórarnir tveir, Mótettukórinn og kammerkórinn Schola Cantorum, hafa glatt landsmenn (og raunar miklu fleiri) um áratugaskeið, skrifar rýnir um tónleikana í Hörpu. Flutningurinn á Jólaóratóríunni voru lokatónleikar Listvinafélagsins í Reykjavík, sem hefur verið hugsjónastarf hjónanna Ingu Rósar Ingólfsdóttur og Harðar Áskelssonar.
Tónlist
Magnús Lyngdal
Magnússon
Það stóð mikið til í Hörpu sunnudaginn 29. desember síðastliðinn, þegar Listvinafélagið í Reykjavík (áður kennt við Hallgrímskirkju) blés til lokatónleika eftir samfellt starf í 42 ár. Þar komu saman Mótettukórinn og kammerkórinn Schola Cantorum ásamt Alþjóðlegu barokksveitinni í Reykjavík en á efnisskránni voru fjórar af sex kantötum sem saman mynda Jólaóratóríuna eftir Johann Sebastian Bach (1685-1750).
Jólaóratórían á sér merkilega sögu. Hún ætluð til flutnings á sex dögum yfir jólahátíðina, það er að segja ein kantata á dag í sex daga frá jóladegi fram á þrettándann og þannig kom verkið fyrst fyrir eyru kirkjugesta í Leipzig í desember og janúar 1734 og 1735. Textinn er sóttur í biblíuvers og sálmaerindi, auk
...