„Frumvarpið fór fyrir þingið í byrjun síðasta árs og dagaði svo uppi í fyrravor. Frumvarpið var aftur sett á dagskrá í haust og dagaði aftur uppi þegar þing var rofið og boðað var til kosninga.“ Þetta segir Óttar Guðjónsson,…
Umdeilt frumvarp um slitameðferð ÍL-sjóðs hefur dagað uppi.
Umdeilt frumvarp um slitameðferð ÍL-sjóðs hefur dagað uppi. — Morgunblaðið/Golli

„Frumvarpið fór fyrir þingið í byrjun síðasta árs og dagaði svo uppi í fyrravor. Frumvarpið var aftur sett á dagskrá í haust og dagaði aftur uppi þegar þing var rofið og boðað var til kosninga.“

Þetta segir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga (LS), spurður um afdrif frumvarps stjórnvalda um réttarstöðu þeirra sem eiga kröfur á hendur opinberum aðilum, til dæmis yfirvofandi greiðsluörðugleika Íbúðalánasjóðs (ÍL-sjóðs), sem ViðskiptaMogginn fjallaði ítarlega um á síðasta ári.

Málefni ÍL-sjóðs komust í hámæli haustið 2022, þegar þáverandi fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson boðaði til blaðamannafundar til að kynna niðurstöðu skýrslu um stöðu og framtíð sjóðsins.

Í skýrslunni kom fram að ef ekkert yrði gert myndi ríkissjóður þurfa að leggja sjóðnum til 200 milljarða króna að núvirði. Hins

...