Atli Steinn Guðmundsson
Sonja Sif Þórólfsdóttir
„Þetta er merkur atburður, þessi skjálftavirkni núna er meiri en við höfum séð svona í daglegum rekstri Bárðarbungu,“ segir Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið um öfluga skjálftahrinu sem hófst í Bárðarbungu í gærmorgun og kveður svo rammt að, að annað eins hefur ekki mælst síðan í aðdraganda Holuhraunsgossins árið 2014.
Segir Páll enda að hér megi jafna til tveggja atburða, undanfara Gjálpargossins árið 1996 og áðurnefnds Holuhraunsgoss fyrir rúmum áratug. „Búast má við að gos geti orðið í eldstöðinni út frá þessu eða kvikustreymi frá henni,“ heldur prófessorinn áfram og bætir því við að stefna atburða sé ekki fullljós en muni að líkindum skýrast er fram líður.
...