Ragnar Þór Ingólfsson húskarl hjá Ingu Sæland líklegur í fjárlaganefnd.
Ragnar Þór Ingólfsson húskarl hjá Ingu Sæland líklegur í fjárlaganefnd. — Morgunblaðið/Ágúst

Tilkynnt var í vikunni að Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags, sem sérhæfir sig í útleigu atvinnuhúsnæðis og er skráð á hlutabréfamarkað, hefði hætt störfum. Hann hefur verið starfsmaður félagsins frá upphafi árið 2002.

Garðar Hannes segir sjálfur í tilkynningu að félagið hafi skilað hærri ávöxtun eiginfjár en meðaltal skráðra fasteignafélaga frá skráningu þess. Reyndar er það ánægja starfsfólks og sú gleði sem ríkir á vinnustaðnum sem hann er hvað stoltastur af.

Á sama tímapunkti er haft eftir Bjarna K. Þorvarðarsyni stjórnarformanni félagsins að það sé öllum félögum hollt að skoða endurnýjun á forystu þeirra með reglulegu millibili.

Þetta er nú kannski meira en skoðun á endurnýjun á forystu. Forstjóranum er skipt út, þrátt fyrir að félagið standi vel og uppbygging hafi tekist að beggja sögn.

...