Hjörleifur Stefánsson
Skipulagsmistökin við Álfabakka eru auðvitað grafalvarleg og nauðsynlegt að af þeim hljótist endurskoðun á vinnuaðferðum við skipulag borgarinnar.
Skipulagsslys af svipuðum toga hafa oft átt sér stað á undanförnum áratugum. Andstæð öfl í borgarstjórn hafa þá tekist á um stundarsakir og svo hjaðna átökin og athyglin beinist að næsta máli án þess að vinnuferlum hafi verið breytt.
Í Álfabakkamálinu eru hins vegar allir sammála; það eru ekki bara pólitískir andstæðingar þeirra sem bera ábyrgð á skipulagsmálunum sem gagnrýna, heldur gangast embættismenn og borgarstjórn við mistökunum. Líklega er þetta í fyrsta sinn sem það gerist.
Umræðan um Álfabakkamálið hefur beint athyglinni að því að fjárhagsleg öfl í samfélaginu vega svo þungt
...