Valur Leonhard Valdimarsson fæddist 22. júlí 1950 í Reykjavík. Hann lést á Landspítalanum 26. desember 2024. Foreldrar hans voru Guðrún Dagbjört Björnsdóttir húsmóðir, f. 1916 í Reykjavík, d. 2008 og Valdimar Árni Leonhardsson bifvélavirki, f. 1912 á Stokkseyri, d. 1979.
Systkini Vals eru Ingibjörg, f. 1940, Margrét, f. 1944 og Héðinn, f. 1955.
Valur giftist sumarið 1974 Kristínu Magneu Eggertsdóttur, f. 1953, d. 2016. Synir þeirra eru: 1) Árni Snorri, f. 16. maí 1975, kona hans er Rakel Þorsteinsdóttir, f. 29. des, 1977. Þeirra börn eru Kristján Valur, f. 11. júlí 2007, og Helga Júlía, f. 30. júní 2013. Fyrir átti Rakel eina dóttur, Ágústu Margréti, f. 23. maí 1995. 2) Valdimar Lárus, f. 14. ágúst 1979, kona hans er Ásgerður Drífa Stefánsdóttir, f. 17. febrúar 1983. Sonur Valdimars er Aron Daði, f. 21. júní 2006.
...