Íslenska karlalandsliðið í handbolta fær ekki að æfa í keppnishöllinni í Zagreb Arena í dag, einum degi fyrir fyrsta leik á HM, eins og tíðkast á stórmótum. Þess í stað fær liðið að æfa í tveimur minni sölum í Zagreb, öðrum snemma morguns og hinum síðdegis.
Íslenska liðið ætlar að þiggja boðið á morgunæfingu í öðrum salnum sem er skammt frá liðshótelinu við miðborg Zagreb. Hinn salurinn er í nokkurri akstursfjarlægð frá hótelinu og mun íslenska liðið að öllum líkindum ekki þiggja boð á síðdegisæfingu í þeim sal, þar sem leikmenn og þjálfarar yrðu komnir aftur upp á hótel seint að kvöldi til, degi fyrir stórmót.
Þá eru forráðamenn HSÍ ekki alveg sáttir við skipulagið í Zagreb. Upplýsingar skila sér seint og þá eru sjö lið með bækistöðvar á hóteli Íslands en aðeins fjögur fundarherbergi, en venja er að hvert lið fái
...