Í frétt ViðskiptaMoggans í síðustu viku var fjallað um meint samráð Lyfjavals og Lyfja og heilsu, en ESA framkvæmdi húsleit í fyrirtækjunum vegna gruns um markaðsskiptingu fyrirtækjanna tveggja í verslunarkjörnum í Mjódd og Glæsibæ. Í fréttinni kom fram að Skel, sem á 81% hlut í Lyfjavali, hefði áður birt til­kynn­ingu um að Lyfja­val væri grunað um markaðsskipt­ingu með því að loka hefðbundnu apó­teki í Mjódd og ein­beita sér að því að starf­rækja bíla­l­úguapó­tek. Vísað var til þess að aðeins hálf sagan hefði verið sögð. Það skal áréttað að í upp­gjörstil­kynn­ingu fé­lags­ins síðar í mánuðinum var nán­ar greint frá máls­at­vik­um.