Tæknifyrirtækið KAPP keypti þrotabú Skagans 3X á síðasta ári. Gjaldþrot fyrirtækisins var mikið áfall fyrir atvinnulíf á Akranesi síðasta sumar en 128 misstu vinnuna.
Ólafur Karl Sigurðarson, nýráðinn aðstoðarforstjóri KAPP, segir að búið sé að ráða 25 starfsmenn til hins endurreista félags sem heitir nú KAPP Skaginn. Hann segir að fleiri hafi viljað fá vinnu en hægt var að ráða í upphafi. „Við stígum ábyrg skref í því og sníðum okkur stakk eftir vexti. Við ráðum fólk samhliða verkefnum og erum núna komin í um 25 stöðugildi en við erum einnig að samnýta mannskap á milli félaga,“ segir Ólafur sem er í ítarlegu viðtali við ViðskiptaMoggann í dag.
Ólafur segir það hafa verið meðvitaða ákvörðun að ráða í fyrsta fasa aðeins starfsmenn sem höfðu unnið hjá fyrirtækinu áður. „Ástæðan fyrir því var að við vildum geta hafið störf strax, án
...