Hafliði Jóhann Ásgrímsson fæddist 15. janúar 1959. Hann lést 6. ágúst 2024.

Útför fór fram í kyrrþey í Fossvogskapellu 19. ágúst 2024.

Hafliði vinur minn síðan úr æsku sem lést 6. ágúst á síðasta ári hefði orðið 66 ára 15. janúar. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að viðstaddri nánustu fjölskyldu og vinum.

Við vorum nágrannar í suðurhlíðum Kópavogs og gengum í Kópavogsskóla, síðan Víghólaskóla og seinna fórum við ásamt fáeinum öðrum Kópavogsbúum í MH í stað MK sem lá beinast við.

Hafliði var prótótýpa hins efnilega unglings, vel gefinn og átti auðvelt með að tileinka sér námsefni hvort sem var eðlisfræði, stærðfræði, bókmenntir eða heimspeki sem dæmi. Undir niðri var þó tilhneiging til þráhyggju, kvíða og þunglyndis sem átti eftir að ágerast en í MH og síðar

...