Kvikmyndamiðstöð Íslands (KMÍ) hafnar því að litið sé niður á gamanmyndir þegar kemur að úthlutun styrkja til kvikmyndaverkefna.
Gísli Snær Erlingsson forstöðumaður segir Kvikmyndamiðstöðina þjóna öllum. „Þetta er eins og með áramótaskaupið – sumum finnst það fyndið og öðrum ekki fyndið,“ segir Gísli en tilefnið er viðtal Eggerts Skúlasonar við handritshöfundana, leikstjórana og framleiðendurna Þorkel Harðarson og Örn Marinó Arnarson í Dagmálum Morgunblaðsins. Kvikmyndagerðarmennirnir ræddu þar nýjustu kvikmynd sína, Guðaveigar, sem frumsýnd var á annan í jólum. Gefa þeir úthlutunarferli styrkja KMÍ falleinkunn.
Sagði Þorkell rökstuðning hafa fylgt umsögn frá
...