Svanur Hvítaness Halldórsson leigubílstjóri fæddist í Reykjavík 1. mars 1935. Hann lést á hjúkrunarheimilinu í Boðaþingi í Kópavogi 18. desember 2024.
Foreldrar hans voru hjónin Svava Jónsdóttir húsfreyja frá Geitavík á Borgarfirði eystra, f. 24.4. 1909, d. 4.1. 2001, og Halldór Pjetursson, skrifstofumaður og rithöfundur, frá Geirastöðum í Hróarstungu á Héraði, f. 12.9. 1897, d. 6.6 1989. Bróðir Svans var Hörður viðskiptafræðingur, f. 26.10. 1933, d. 27.8. 2009.
Hinn 1. mars 1956 giftist Svanur eftirlifandi eiginkonu sinni, Jóhönnu Jóhannsdóttur, f. 12.9. 1935 á Þórdísarstöðum, Eyrarsveit í Grundarfirði. Foreldrar hennar voru Svanborg Rósamunda Kjartansdóttir húsfreyja í Vindási í Eyrarsveit, f. 23.1. 1916, d. 18.10. 2011, og Jóhann Ásmundsson bóndi á Kverná í Eyrarsveit, f. 7.3. 1915, d. 22.1. 1982.
...