Ísfirðingafélagið fagnar 80 ára afmæli í ár og af því tilefni verður árlegt Sólarkaffi með breyttu sniði, þar sem áhersla verður lögð á tónlist að vestan, en veislan verður í Gamla bíói í Reykjavík laugardagskvöldið 1
Gaman Hjónin Karitas E. Kristjánsdóttir og Rúnar Örn Rafnsson.
Gaman Hjónin Karitas E. Kristjánsdóttir og Rúnar Örn Rafnsson.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Ísfirðingafélagið fagnar 80 ára afmæli í ár og af því tilefni verður árlegt Sólarkaffi með breyttu sniði, þar sem áhersla verður lögð á tónlist að vestan, en veislan verður í Gamla bíói í Reykjavík laugardagskvöldið 1. febrúar næstkomandi. „Við erum að vinna með stærra og öflugra Sólarkaffi en áður,“ segir Rúnar Örn Rafnsson formaður félagsins. „Í stað þess að vera með ræður yfir sólarpönnukökum og kaffi bjóðum við upp á tónlistarveislu að vestan og ætlunin er að stikla á stóru úr tónlistarsögu Ísafjarðar með hjálp gestasöngvara. Við höfum þegar selt alla miða í sal og eigum örfá sæti laus á svölunum.“

Lögin í fullu gildi

Brottfluttir Ísfirðingar stofnuðu félagið 22. apríl 1945 í þeim tilgangi „að

...