Stjórnvöld í Katar sögðu í gær að viðræður um vopnahlé í átökunum á Gasasvæðinu væru nú á lokastigi og að þau væru vongóð um að samkomulag gæti náðst „mjög bráðlega“.
Katar, Bandaríkin og Egyptaland hafa haft milligöngu um vopnahlésviðræður á milli Ísraels og hryðjuverkasamtakanna Hamas undanfarna mánuði, en viðræðurnar hafa nokkrum sinnum siglt í strand.
Aukinn kraftur hefur hins vegar verið settur í viðræðurnar á síðustu dögum, og sagði Majed al-Ansari, talsmaður katarska utanríkisráðuneytisins, að menn væru mjög bjartsýnir um að viðræðurnar væru á lokametrunum. „Við höfum náð þeim punkti þar sem stóru málin, sem komu í veg fyrir að samkomulag gæti náðst, hafa verið tekin fyrir,“ sagði Ansari.
Heimildarmenn AFP-fréttastofunnar innan Hamas-samtakanna sögðu
...