Orðasambandið e-ð fer í skrúfuna merkir bókstaflega: veiðarfærin flækjast í skrúfuna og vélin stoppar. Óbein merking: e-ð kemur sér illa, fer úr böndum, veldur stoppi, er um hálfrar aldar gömul
Orðasambandið e-ð fer í skrúfuna merkir bókstaflega: veiðarfærin flækjast í skrúfuna og vélin stoppar. Óbein merking: e-ð kemur sér illa, fer úr böndum, veldur stoppi, er um hálfrar aldar gömul. Svo er afbrigðið að fá í skrúfuna. Maður sem fengið hafði kransæðastíflu og sloppið naumlega lýsir því svo: „Ég fékk í skrúfuna.“