He Rulong
He Rulong

He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, segir viðhorf Carrin F. Patman, fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, til samstarfs Íslands og Kína hafa vakið athygli. Þá segir hann Kínverja opna fyrir samstarfi við fleiri ríki í rannsóknastöðinni á Kárhóli.

„Við höfum sagt það skýrt frá fyrsta degi að þetta samstarfsverkefni milli Kína og Íslands einskorðast ekki við ríkin tvö heldur er það vettvangur sem er opinn fyrir alþjóðlegt samstarf. Það gæti verið opið fyrir þriðja ríki, eða til dæmis ESB, og aðra rannsakendur og vísindamenn. Ég tel að það sé ekkert að fela í slíku samstarfi Kína og Íslands á Kárhóli,“ segir He. » 10