40 ára Árný Huld er fædd og uppalin á Hólmavík. Hún lauk stúdentsprófi af viðskiptabraut Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Að því loknu stundaði hún nám við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað, Ferðamálaskólann og Flugskóla Íslands.
Árný Huld býr á Bakka í Geiradal í Reykhólasveit ásamt fjölskyldu sinni og stundar þar sauðfjárbúskap með 530 fjár. Þá hefur fjölskyldan nýlega stofnað og hafið rekstur fyrirtækis um verslun og veitingasölu í Búðinni á Reykhólum. Auk verslunar með nauðsynjavöru er boðið upp á heimilismat í hádeginu og stefnt að því að efla félagslífið á staðnum með ýmsum viðburðum fyrir fólk á öllum aldri. Árný Huld hefur setið í sveitarstjórn Reykhólahrepps frá árinu 2018. Hún hlaut titilinn íbúi ársins í Reykhólahreppi í fyrra.
„Samvera með fjölskyldunni bæði í leik og starfi er
...