Trausti Eiríksson, sölustjóri hjá tæknifyrirtækinu OK, segir í samtali við Morgunblaðið að ósamþykkt gervigreind, svokölluð skuggagervigreind, geti verið varasöm og aukið líkur á tölvuárásum. Skuggagervigreind er gervigreind sem starfsfólk í…
Baksvið
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Trausti Eiríksson, sölustjóri hjá tæknifyrirtækinu OK, segir í samtali við Morgunblaðið að ósamþykkt gervigreind, svokölluð skuggagervigreind, geti verið varasöm og aukið líkur á tölvuárásum.
Skuggagervigreind er gervigreind sem starfsfólk í fyrirtækjum notar án beinnar aðkomu eða samþykkis vinnuveitenda. „Bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Salesforce greinir frá því að meira en helmingur gervigreindarnotenda treysti á ósamþykkt verkfæri og sjö af hverjum tíu starfsmönnum á heimsvísu hafi enga þjálfun í því hvernig eigi að nota slík tól á öruggan eða siðferðislegan hátt,“ segir Trausti.
Hann segir að áframhaldandi vöxtur skuggagervigreindar muni auka líkur á tölvuárásum enda muni
...