40 ára Bergþóra Snæbjörnsdóttir ólst upp á Úlfljótsvatni í Grafningi og gekk í Ljósafossskóla alla sína grunnskólagöngu. Hún var ári á undan í skóla og flutti fimmtán ára til móðurömmu sinnar og -afa sem voru búsett á Selfossi svo hún gæti byrjað í Fjölbrautaskólanum þar. Eftir tvo vetur á Selfossi flutti hún til Reykjavíkur og hóf nám í Kvennaskólanum í Reykjavík þaðan sem hún útskrifaðist sem stúdent. Hún ferðaðist eftir útskrift og bjó meðal annars í Bournemouth í Englandi og Xiamen í Kína áður en hún hóf nám í sálfræði og síðar ritlist við Háskóla Íslands.
Á þrítugsaldri bjó Bergþóra um tíma í Berlín og vann ýmis íhlaupastörf til að sjá fyrir sér auk þess að vinna að skriftum og gjörningalist ásamt myndlistarkonunni Rakel McMahon undir formerkjum Wunderkind Collective.
Bergþóra starfar sem rithöfundur
...