„Fólk er brjálað og heimtar sinn þorramat. Við erum því á fullu að setja í trog. Og svo tökum við forskot á sæluna með fyrstu blótunum um helgina. Það verður helvíti gaman að þessu,“ segir Jóhannes Stefánsson veitingamaður í Múlakaffi
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Fólk er brjálað og heimtar sinn þorramat. Við erum því á fullu að setja í trog. Og svo tökum við forskot á sæluna með fyrstu blótunum um helgina. Það verður helvíti gaman að þessu,“ segir Jóhannes Stefánsson veitingamaður í Múlakaffi.
Enn er rúm vika í bóndadag og upphaf þorra en það kemur ekki í veg fyrir að landsmenn séu búnir að setja sig í stellingar. Hægt er að kaupa sér þorramat í bökkum og trogum og fyrstu stóru þorrablótin verða haldin um helgina.
Á laugardagskvöld verða minnst þrjú stór blót
...