Sveinn Jóhannsson, leikmaður Kolstad í Noregi, var ekki í upprunalegum leikmannahópi Íslands fyrir heimsmeistaramótið í handbolta en íslenska liðið leikur sinn fyrsta leik á mótinu við Grænhöfðaeyjar í kvöld
Klár Sveinn Jóhannsson er klár í slaginn eftir óvænt kall í HM-hópinn vegna meiðsla Arnars Freys.
Klár Sveinn Jóhannsson er klár í slaginn eftir óvænt kall í HM-hópinn vegna meiðsla Arnars Freys. — Morgunblaðið/Eyþór

Í Zagreb

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Sveinn Jóhannsson, leikmaður Kolstad í Noregi, var ekki í upprunalegum leikmannahópi Íslands fyrir heimsmeistaramótið í handbolta en íslenska liðið leikur sinn fyrsta leik á mótinu við Grænhöfðaeyjar í kvöld. Sveinn var kallaður inn í hópinn þegar Arnar Freyr Arnarsson meiddist í fyrri leiknum við Svíþjóð í undirbúningi fyrir mótið.

„Ég var að ferðast heim til mín til Þrándheims þar sem ég átti að mæta á æfingu með Kolstad. Ég var bókstaflega að labba inn í flugvél þegar Snorri hringdi. Ég sá í fjölmiðlum að Arnar hefði meiðst á móti Svíum og síminn hringdi stuttu seinna. Snorri var þá á línunni og bað mig um að koma hið snarasta til Kristianstad.

Það var geggjað að fá þetta

...