Gervigreind, sem er eitt af mest spennandi málum samtímans, verður í deiglunni á hátíð sem efnt er til í Háskólanum í Reykjavík og hefst á morgun, föstudag. Dagskráin hefst á ráðstefnu í fyrramálið en svo tekur við kynning með tölvuleikjasmiðju fyrir börn og foreldra þeirra
Á ráðstefnunni verður ábyrg þróun gervigreindar og jafnvægisleikurinn milli nýsköpunar og regluverksins í kastljósinu. Fyrirlesarar eru meðal annars fólk sem þykir vera í fremstu röð á sínu sviði í umfjöllun um gervigreind. Ráðstefnunni er síðan skipt í nokkrar vinnustofur þar sem fjallað verður um gervigreind í nýsköpun, heilbrigðisþjónustu, opinbera geiranum og í netöryggi. Sömuleiðis verður fjallað um gervigreindarverkefni sem tengjast máltækni, sýndarveruleika, vélmennum og svo mætti áfram telja.
Víða á sér nú stað umræða um
...