Myndlistarmaðurinn Hallgrímur Árnason opnar sýningu sína Ró & æði í Listvali á morgun, föstu­daginn 17. janúar, klukkan 17-19. Í tilkynningu segir að málverk Hallgríms verði til í marglaga ferli þar sem hreyfing, tilviljanir og tími spili lykilhlutverk
Hallgrímur Árnason
Hallgrímur Árnason

Myndlistarmaðurinn Hallgrímur Árnason opnar sýningu sína Ró & æði í Listvali á morgun, föstu­daginn 17. janúar, klukkan 17-19. Í tilkynningu segir að málverk Hallgríms verði til í marglaga ferli þar sem hreyfing, tilviljanir og tími spili lykilhlutverk. „Snarpar hreyfingar – strokur, skvettur og önnur expressíonísk ummerki eru áberandi í verkunum.“ Þá er þetta í annað sinn sem Hallgrímur heldur einkasýningu í Listvali.