Forseti Suður-Kóreu, Yoon Suk-yeol, var handtekinn í gærmorgun vegna tilraunar sinnar til þess að víkja þingi landsins frá með herlögum. Yoon sætir nú ákæru fyrir uppreisn vegna herlaganna, en hann hefur neitað að viðurkenna að handtökuskipunin sé lögmæt.
Fyrri tilraun til þess að handtaka Yoon rann út í sandinn þar sem lífverðir forsetans neituðu að láta hann af hendi. Að þessu sinni stóðu aðgerðir lögreglunnar yfir í fimm klukkutíma, þar sem þeir þurftu meðal annars að klippa sig í gegnum gaddavírsgirðingar sem öryggisþjónusta forsetans hafði sett upp um forsetahöllina.
Yoon sendi svo út sjónvarpsávarp, þar sem hann fordæmdi ákærurnar á hendur sér, en sagði að hann hefði samþykkt að mæta til yfirheyrslu hjá spillingarlögreglunni, CIO, þrátt fyrir að hann teldi rannsókn hennar ólöglega, til þess að „koma í veg fyrir
...