Tónlist, ljóðalestur og gamanmál eru samofin á svonefndri Magnúsarvöku sem verður í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit í Borgarfirði nk. laugardagskvöld, 18. janúar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Tónlist, ljóðalestur og gamanmál eru samofin á svonefndri Magnúsarvöku sem verður í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit í Borgarfirði nk. laugardagskvöld, 18. janúar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Sérstakur gestur á Magnúsarvöku verður borgfirska söngkonan og söngvaskáldið Soffía Björg.

Magnúsarharpa á Brún

Tilefni samkomunnar sem hefst kl. 21 á laugardagskvöldið er að um þessar mundir eru liðin 100 ár frá fæðingu Magnúsar Guðmundssonar frá Hvítárbakka (1925-1991). Sá var vel þekktur söngmaður í sinni sveit og mikill tónlistarunnandi. Fæðingardagur hans var 8. janúar, sá sami og þeirra söngbræðra Elvis Presleys og Davids Bowie. Magnús starfaði með ýmsum kórum, lengst af með Fóstbræðrum og Pólýfónkórnum, söng inn

...