Málverkið Sjálfsmynd og kyrralíf keypti Listaverkasjóður Amalie Engilberts árið 2016. Málverk Þórdísar Aðalsteinsdóttur birta frásagnir af persónum hversdagsins, oftast innan veggja heimilisins. Sviðsetningin er knöpp og sjónarhornið óvænt og áhorfandinn fær jafnvel tilfinningu fyrir því að hann komi að óvörum og sé að gægjast inn í persónulegt rými.
Í verkunum má oft greina tilfinningalegan undirtón, einmanaleika, stundum óhugnað, duld eða langanir, en líka kómíska og glettna sýn á mannlegt atferli. Þannig skapast í verkunum einstök stemning sem er í senn kunnugleg og framandi, jafnvel súrrealísk. „Ég vinn oft með innviði sálarinnar, undirstrikað með innviðum húsnæðis. Hið rómantíska og viðkvæma deilir rými með sjúkustu grimmdinni í okkur, en þessi innri tilvera á sér varla stað án árekstra og samskipta við umheiminn eins og vitað er og er orsakavaldurinn í mannheimum,“
...