Talsverður hlaupórói mældist á skjálftamælum við Grímsvötn í gær og ágerðist þegar leið á daginn. Er það mat sérfræðinga Veðurstofu Íslands að jökulhlaupið sem hófst á mánudag nálgist nú hámarksrennsli.
Hækkun óróa tengist jökulhlaupinu og endurspeglar líklega aukningu í jarðhitavirkni að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Svipaðar breytingar hafa sést í óróamælingum í tengslum við fyrri Grímsvatnahlaup svo þetta telst ekki óvenjulegt þegar hlaup nálgast hámarksrennsli. Að svo stöddu eru engin merki um aukningu í jarðskjálftavirkni eða gosóróa. Þekkt eru dæmi um að eldgos verði í Grímsvötnum í kjölfar þrýstiléttis og því er enn óvissa um það hvernig þessi atburður mun þróast og ekki hægt að útiloka að eldgos verði.
Vatnsmagn í Gígjukvísl heldur áfram að
...