Ólafur Magnús Ólafsson fæddist 15. júní 1959 í Reykjavík. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Hveragerði 31. desember 2024.

Foreldrar hans voru Ólafur Markús Ólafsson menntaskólakennari og Anna Christine Hansen tónlistarkennari. Systir Ólafs er Guðrún Birna, eiginmaður hennar er Kristinn Hörður Grétarsson.

Árið 1991 gekk Ólafur í hjónaband með Chonu Hafdísi Ólafsson frá Filippseyjum. Þau skildu. Dætur þeirra eru: 1) Bryndís, gift Ágústi Helgasyni. Synir þeirra eru Hjalti Þór og Breki Steinn. 2) Anna Kristín, sambýlismaður hennar er Ottó Valur Leifsson, dætur þeirra eru Sara Mist og nýfædd dóttir.

Ólafur ólst upp í Hlíðahverfinu í Reykjavík og gekk þar í barna- og unglingaskóla. Hann starfaði lengi sem strætisvagnastjóri hjá SVR, rak sína eigin sendibifreið um tíma og vann sem rútubílstjóri

...