Jón Björn Skúlason og Sigurður Ingi Friðleifsson
Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um hrun í sölu á rafbílum. Eins og oftast á þetta að vera stjórnvöldum að kenna fyrir að fara of bratt í lækkun ívilnana. Á sama tíma heyrast raddir um að olíuverð á Íslandi sé eitt það hæsta í heimi.
Ívilnanir
Niðurfelling virðisaukaskatts á rafbíla er sennilega farsælasta ívilnun sem farið hefur verið í og bjó hún til það umhverfi sem nú er á bílamarkaði á Íslandi. Rétt er að benda á að virðisaukaskattur var ekki að fullu niðurfelldur heldur aðeins af fyrstu 6 milljónunum og var því að hámarki um 1,36 m.kr. Þessi tala var lækkuð í 900.000 kr. en allir fá sama styrk. Á sama tíma hafa komið á markað ódýrari rafbílar og því hefur verið haldið fram að rafbílar muni halda áfram að lækka í verði. Nú er staðan þannig að rafbíll
...