Þótt heimsmeistaramót karla í handbolta hafi staðið yfir í tvo daga telja Íslendingar það hefjast í kvöld. Klukkan 19.30 hefst viðureign Íslands og Grænhöfðaeyja í Zagreb í Króatíu en á undan, klukkan 17, mætast hin tvö liðin í G-riðli keppninnar, Slóvenía og Kúba. Þrjú af þessum fjórum liðum komast í milliriðil en það sem skiptir öllu máli er að vinna leikina og taka úrslitin með sér yfir á næsta stig keppninnar. » 64-65