Portúgal Miguel Martins féll á lyfjaprófi og verður ekki með á HM.
Portúgal Miguel Martins féll á lyfjaprófi og verður ekki með á HM. — AFP/Tobias Schwarz

Portú­galski hand­knatt­leiksmaður­inn Migu­el Mart­ins verður ekki með landsliði þjóðar sinnar á HM í Króa­tíu, Dan­mörku og Nor­egi eft­ir að hafa fallið á lyfja­prófi. Þetta til­kynnti fé­lagslið hans Aal­borg en hinn 27 ára gamli Martins er lyk­ilmaður í portú­galska landsliðinu. Portúgal leik­ur í E-riðli HM í Bær­um í Nor­egi ásamt Nor­egi, Bras­il­íu og Banda­ríkj­un­um en Migu­el Oli­veira hef­ur verið kallaður inn í portú­galska hóp­inn í stað Mart­ins.