Dagmál Egill Þór Níelsson og Þórður Þórarinsson ræða stöðu Grænlands.
Dagmál Egill Þór Níelsson og Þórður Þórarinsson ræða stöðu Grænlands.

Íslendingar ættu að efla og rækta tengsl sín við Grænlendinga, sína næstu nágranna. Í því felast margvísleg tækifæri fyrir báðar þjóðir, ekki síst nú þegar augu heimsins beinast þangað og Grænlendingar færast óðum nær sjálfstæði.

Þetta kemur fram í Dagmálum, þar sem þeir Egill Þór Níelsson, sérfræðingur hjá RannÍs, og Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og fv. framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins, ræða um breytta stöðu Grænlands.

Donald Trump hefur lýst áhuga á því að Grænland verði með einhverjum hætti hluti af bandarísku valdsvæði, en Kínverjar hafa mörg undanfarin ár reynt að seilast þar til ýmissa áhrifa. Lega landsins er hernaðarlega mikilvæg, en eins leynast þar gríðarleg náttúruauðæfi.