Í Búlgaríu Leikfimihópur 5.15 eftir sýningu í Burgas haustið 2024.
Í Búlgaríu Leikfimihópur 5.15 eftir sýningu í Burgas haustið 2024.

Sigríður Jónsdóttir fæddist 16. janúar 1950 í Reykjavík. „Við fluttum til Danmerkur 1951 vegna framhaldsnáms föður, bjuggum m.a. í Álaborg og Hróarskeldu, fluttum þaðan til Svíþjóðar, áður en siglt var heim með Gullfossi 1957. Margar góðar minningar tengjast þessum tíma.

Það voru viðbrigði að flytja og setjast að í Reykjavík. Margt var ólíkt, t.d. að epli væru bara á jólum. Á móti kom að það var gaman að kynnast ættingjum og eignast vini. Við fluttum fyrst í Laugarneshverfið og ég fór í Laugarnes- og síðar Laugalækjarskóla. Árið 1959 fluttum við, ég fór í Réttarholtsskóla og þaðan í MH, var í fyrsta árgangi sem útskrifaðist þaðan.

Ég var nokkur sumur hjá ömmu og afa á Eskifirði og Reyðarfirði. Það var ómetanlegt að kynnast þeim og ættingjum. Ég komst í að salta síld á Eskifirði 15 ára gömul, það var dýrmæt reynsla.

...