Flutningi á handritunum úr Árnagarði við Suðurgötu í Reykjavík í Eddu – hús íslenskunnar lauk í gær. Starfsfólk Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum bar út, undir lögregluvernd, þá tvo dýrgripi sem eftir voru í húsinu, þ.e. Skarðsbók Postulasagna og Króksfjarðarbók Sturlungu; aðalútgáfu þeirrar frægu sögu.
Í Árnagarði voru varðveitt alls um 2.000 handrit, 1.345 fornbréf og um 6.000 fornbréfauppskriftir. Fáein handrit voru flutt í nóvember síðastliðnum vegna sýningarinnar Heimur í orðum sem þá var opnuð á degi íslenskrar tungu í Eddu.
Handritastofnun Íslands eignaðist nokkur handrit nærri árinu 1970 og hafði þá aðsetur í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Starfsemin var flutt í Árnagarð í aðdraganda þess að fyrstu handritin komu frá Kaupmannahöfn skv. samningi milli Íslands og Danmerkur um skiptingu safns Árna Magnússonar. Það var árið 1971. Flutningur ritanna frá Kaupmannahöfn var áfangaskiptur og tók 26 ár. Í Árnagarði voru handritin geymd við
...